Gríptu til aðgerða: 128 einstaklingar eiga á hættu að verða teknir af lífi í Írak

Írösk yfirvöld staðfestu nýlega dauðadóm yfir 128 manns, sem nú eiga á hættu að vera teknir af lífi hvenær sem er.

Yfirvöld eru talin ætla að taka 20 manns af lífi á viku.

Ekkert hefur verið upplýst um hvaða einstaklingar verða teknir af lífi. Ekki er vitað hvort nokkur hinna dauðadæmdu var áður fangi bandaríska herliðsins í landinu.

Dómstólar í Bagdad, Basra og öðrum borgum og héruðum felldu dauðadómana á grundvelli refsilöggjafar og hryðjuverkalaga landsins. Amnesty International hefur áhyggjur af því að margir gætu hafa verið dæmdir til dauða í kjölfar réttarhalda, sem ekki hafi uppfyllt alþjóðleg viðmið um sanngjörn réttarhöld.

Skrifaðu bréf og þrýstu á stjórnvöld í Írak að hætta við aftökurnar!

Prentaðu út bréfið hér að neðan og sendu til stjórnvalda í Írak:

Bréfið í word-skjali

Bréfið í vefskjali

Lestu meira


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.