Færsluflokkur: Bloggar

Gríptu til aðgerða í þágu Aung San Suu Kyi !

Aung San Suu Kyi 

Aung San Suu Kyi hefur nú verið dæmd fyrir að „brjóta ákvæði stofufangelsis síns“. Hún hefur nú setið í fangelsi í 13 af síðustu 20 árum. Hún er ein af yfir 2.100 pólitískum föngum í Mjanmar.

Gríptu til aðgerða í þágu Aung San Suu Kyi !


mbl.is Suu Kyi sakfelld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjanmar: frelsið Aung San Suu Kyi !

 Aung San Suu Kyi

Aung San Suu Kyi er nú fyrir rétti fyrir að „brjóta ákvæði stofufangelsis síns“. Óvíst er hvort henni verður sleppt, en hún hefur nú setið í fangelsi í 13 af síðustu 20 árum. Hún er ein af yfir 2.100 pólitískum föngum í Mjanmar.

Gríptu til aðgerða í þágu Aung San Suu Kyi !


mbl.is Dómi yfir Suu Kyi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríptu til aðgerða: verjum þá sem mótmæla niðurstöðum kosninganna í Íran

Motmaelendur i Teheran

Fólk, mestmegnis stuðningsfólk forsetaframbjóðandans Mir Hossein Mousavi, hefur mótmælt á götum Teheran og annarra borga. Margir hafa verið drepnir og hundruð handtekin.

Amnesty International telur öryggissveitir líklegar til að beita mótmælendur áframhaldandi ofbeldi. Hinir handteknu eiga á hættu að sæta pyndingum og annarri illri meðferð.

Hvettu írönsk stjórnvöld til að gæta hófs í samskiptum sínum við mótmælendur og tryggja að hinir handteknu verði ekki pyndaðir eða látnir sæta annarri illri meðferð.

Sendu bréf til sendiherra Íran gagnvart Íslandi !

Meira


mbl.is Mousavi kvartar undan ritskoðun og höftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríptu til aðgerða - ofbeldi gegn mótmælendum í Íran

 Motmalendur_sem_sardust_er_sveitir_yfirvalda_skutu_a_tha

Þúsundir mótmælenda sættu ofbeldi þegar þeir gengu um götur í Íran að loknum forsetakosningum, sem haldnar voru í landinu þann 12. júní síðastliðinn. Mótmælendur andæfðu sigri sitjandi forseta, Mahmoud Ahmadinejad. Amnesty International hefur hvatt írönsk stjórnvöld til að hefja tafarlausa rannsókn á ofbeldi öryggissveita gegn mótmælendum.

Meira:


mbl.is Mótmælafundur hafinn í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindasprengja tifar að baki efnahagskreppunni

 77

Heimurinn situr á félagslegri, pólitískri og efnahagslegri tímasprengju sem sækir orku sína til vaxandi mannréttindakreppu. Þetta er meðal þess sem kemur fram i ársskýrslu Amnesty International 2009 sem kynnt er í dag. 28.maí.

Í skýrslunni er greint frá mannréttindabrotum í 157 löndum. Skýrslunni fylgir samantekt, þar sem gerð er grein fyrir ástandi mannréttinda í öllum heimsálfum. Inngang ritar Irene Khan aðalframkvæmdastjóri Amnesty International.

Meira


mbl.is Kreppan grefur undan mannréttindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

65.000 manns á flótta

 Gomul kona a flotta i Maidan i Pakistan 2009

Að minnsta kosti 65.000 manns hafa neyðst til að flýja átökin milli pakistanskra Talibana og stjórnarhersins í Neðri-Dir í norðvestanverðu Pakistan. Þetta fólk þarfnast aðstoðar.

Fulltrúar pakistönsku samtakanna Al Khidmat tjáðu Amnesty International í Timergara, stærsta bæ Neðri-Dir, að þeir vissu um 65.000 flóttamenn hið minnsta. Þeir sögðu jafnframt að þeir væru þeir einu sem væru að hjálpa flóttafólkinu. Engin aðstoð bærist frá stjórnvöldum.

Meira


mbl.is Stjórnarherinn herðir sókn sína í Pakistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misvísandi skilaboð Obama á fyrstu hundrað dögunum í forsetaembætti

Amnesty International lýsti því yfir í dag að stefna Barack Obama Bandaríkjaforseta í hinu svokallaða, stríði gegn hryðjuverkum á fyrstu 100 dögunum í embætti, einkennist fremur af loforðum um breytingar en raunverulegum aðgerðum.

Meira


mbl.is Lýsir aðferðunum sem pyntingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríptu til aðgerða: hjálpaðu írönskum baráttukonum

 Tvaer_forvigiskonur_i_Jafnrettisherferdinni

Jafnréttisherferðin er heiti á írönskum kvenréttindasamtökum sem komið var á fót árið 2006. Samtökin berjast fyrir afnámi misréttis gegn konum í íranskri löggjöf. Nokkrir aktívistar úr þeirra röðum hafa verið handteknir og dregnir fyrir rétt, ákærðir fyrir aðgerðir sem eru algerlega löglegar, t.d. að skipuleggja friðsamlegar samkomur, fræðslufundi og undirskriftasöfnun fyrir lagabreytingum.

Meira


mbl.is Íranskur kvenréttindafrömuður dæmdur í árs fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögregluofbeldi líðst óáreitt í Frakklandi

 Fronsk oeirdalogregla vid Champs Elysees1

Franska lögreglan er iðulega sökuð um alvarleg mannréttindabrot, oft gegn minnihlutahópum, en er sjaldan dregin til ábyrgðar fyrir þau brot, segir í nýrri skýrslu Amnesty International.

Ásakanir um ólögmæt dráp, barsmíðar, kynþáttaníð og óhóflega valdbeitingu eru sjaldan rannsakaðar að gagni.

Sjá nánar

Gríptu til aðgerða


mbl.is 300 handteknir í Strassborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endum ofbeldi gegn konum

Ofbeldi gegn konum er oft látið óátalið og sjaldan er refsað fyrir slíkt ofbeldi.

Konur og stúlkur sæta meira ofbeldi en aðrir – í stríði og friði, af hálfu ríkisvaldsins, samfélagsins og fjölskyldunnar.

Líf án ofbeldis eru grundvallarmannréttindi

Hvort sem um er á heimilinu eða átakasvæðum verður ofbeldi gegn konum að linna. 

 Sjá nánar


mbl.is Keira Knightley beitt ofbeldi í auglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.