Færsluflokkur: Bloggar
Fleiri voru teknir af lífi í Asíu en í nokkurri annarri heimsálfu árið 2008. Kína tók fleiri af lífi en öll önnur lönd til samans. Einungis eitt land í Evrópu beitir dauðarefsingunni: Hvíta-Rússland. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty International um notkun dauðarefsingarinnar um víða veröld árið 2008.
Dauðarefsingin er grimmileg, ómannúðleg og vanvirðandi refsing. Ekki er eðlilegt að á 21. öldinni sé enn verið að afhöfða fólk, hengja það, skjóta, grýta í hel, gefa því eitursprautu eða taka af lífi í rafmagnsstól.
Dauðarefsingar dýrar í kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fleiri voru teknir af lífi í Asíu en í nokkurri annarri heimsálfu árið 2008. Kína tók fleiri af lífi en öll önnur lönd til samans. Einungis eitt land í Evrópu beitir dauðarefsingunni: Hvíta-Rússland. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty International um notkun dauðarefsingarinnar um víða veröld árið 2008.
Dauðarefsingin er grimmileg, ómannúðleg og vanvirðandi refsing. Ekki er eðlilegt að á 21. öldinni sé enn verið að afhöfða fólk, hengja það, skjóta, grýta í hel, gefa því eitursprautu eða taka af lífi í rafmagnsstól.
Dauðarefsingar á undanhaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Páfi og mannréttindi homma og lesbía
23.3.2009
Benedikt XVI er nú staddur í Afríku í sinni fyrstu heimsókn þangað. Meðal annars heimsækir hann Kamerún, þar sem kynlíf samkynhneigðra er refsivert athæfi.
Amnesty International hefur beðið Benedikt páfa að hvetja stjórnvöld í Kamerún til að binda enda á mismunun í landinu á grundvelli kynhneigðar.
Háttsettur leiðtogi rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Kamerún fordæmdi samkynhneigð í desember 2005, að því er fjölmiðlar í landinu greindu frá á þeim tíma. Margt samkynhneigt fólk hefur sætt ofsóknum í landinu.
Fulltrúar Páfagarðs sögðu á fundi á allsherjarþingi SÞ í desember 2008 að þeir styddu að forðast ætti allt sem bæri vott um óréttláta mismunun gagnvart samkynhneigðu fólki og hvöttu ríki til að hætta að refsa samkynhneigðum fyrir kynhneigð sína.
Páfi talaði gegn spillingu og fátækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mjanmar: þaggað niður í grínista
23.3.2009
Zarganar, sem er vinsæll grínisti, leikari og leikstjóri í Mjanmar og ötull gagnrýnandi herforingjastjórnarinnar í landinu, var dæmdur í 59 ára fangelsi í nóvember 2008. Amnesty International telur hann vera samviskufanga.
Írösk yfirvöld staðfestu nýlega dauðadóm yfir 128 manns, sem nú eiga á hættu að vera teknir af lífi hvenær sem er.
Yfirvöld eru talin ætla að taka 20 manns af lífi á viku.
Ekkert hefur verið upplýst um hvaða einstaklingar verða teknir af lífi. Ekki er vitað hvort nokkur hinna dauðadæmdu var áður fangi bandaríska herliðsins í landinu.
Dómstólar í Bagdad, Basra og öðrum borgum og héruðum felldu dauðadómana á grundvelli refsilöggjafar og hryðjuverkalaga landsins. Amnesty International hefur áhyggjur af því að margir gætu hafa verið dæmdir til dauða í kjölfar réttarhalda, sem ekki hafi uppfyllt alþjóðleg viðmið um sanngjörn réttarhöld.
Skrifaðu bréf og þrýstu á stjórnvöld í Írak að hætta við aftökurnar!
Prentaðu út bréfið hér að neðan og sendu til stjórnvalda í Írak: