Fćrsluflokkur: Mannréttindi

Ólga í Tíbet - mannréttindabrotum fjölgar

 

 Dalai_Lama_kemur_til_Indlands_i_kjolfar_uppreisnarinnar_i_mars_1959

Ţann 10. mars 2009 voru 50 ár liđin frá misheppnađri uppreisn Tíbeta 1959, sem leiddi til ţess ađ Dalai Lama, leiđtogi Tíbeta, flúđi til Indlands.

Á síđasta ári minntust Tíbetar uppreisnarinnar međ fjölmörgum mótmćlum í Tíbet og nćrliggjandi héruđum. Mótmćlin fóru ađ mestu friđsamlega fram. Í kjölfar ţeirra sćttu margir Tíbetar geđţóttahandtökum og öđrum mannréttindabrotum, ţeirra á međal langri varđhaldsvist og fangelsun, pyndingum og illri međferđ.

Sjá nánar


mbl.is Friđarráđstefnu aflýst vegna Dalaí Lama
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvíta-Rússland: stjórnvöld verđa ađ virđa tjáningarfrelsi og funda- og félagafrelsi

 

Zmitser Dashkevich

Zmitser Dashkevich

Áriđ 2007 sendu félagar í Amnesty International meira en 11.000 origami hegra til yfirvalda í Hvíta-Rússlandi.

Ungir félagar í Amnesty International í Mexíkó bjuggu til risastóran origami hegra sem einnig var sendur til innanríkisráđuneytis Hvíta-Rússlands.

Hegrarnir voru hluti af alţjóđlegri herferđ sem hvatti lausnar ungs baráttumanns fyrir mannréttindum, Zmitser Dashkevich, en hann var dćmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir ađ „skipuleggja eđa taka ţátt í ađgerđum óskráđra félagasamtaka“.

Zmitser Dashkevich, sem er leiđtogi andófshreyfingar ungs fólks, Ungu vígstöđvannar (Young Front), var dćmdur á grundvelli greinar 193-1 í refsilöggjöf Hvíta-Rússlands í nóvember 2006. Amnesty International áleit hann vera samviskufanga.

Í kjölfar herferđarinnar međ origami-hegrana (sjá myndbandiđ hér ađ neđan) var Zmitser Dashkevich sleppt úr fangelsi ţann 23. janúar 2008.

 

 

 

Grein 193-1 varđ til međ tilskipun frá forsetanum í desember 2005. Hún hefur leitt til ţess hćgt er ađ refsa óskráđum félagasamtökum og öđrum hópum fyrir starfsemi sína. Ţátttaka í eđa skipulagning slíkra óskráđra samtaka varđ ólögleg og hćgt ađ refsa fyrir slíkt athćfi međ fangelsisvist í allt ađ 2 ár.

Hvítrússnesk stjórnvöld hafa notađ grein 193-1 til ađ handtaka og dćma baráttufólk fyrir mannréttindum, mestmegnis ungt fólk og félaga í frjálsum félagasamtökum, fyrir ađ nýta sér fundafrelsi, félagafrelsi og tjáningarfrelsi sitt. Margt baráttufólk, sérstaklega ungt fólk, hefur fengiđ ađvaranir, sektir og fangelsisdóma.

Dćmt baráttufólk lendir á sakaskrá í tvö ár. Ţađ getur haft afleiđingar í för međ sér, leitt til ţess ađ ţví er vísađ úr námi, ţađ verđi fyrir mismunun á vinnustöđum og er bannađ ađ fara úr landi.

Ákaflega erfitt er ađ skrá frjáls félagasamtök í Hvíta-Rússlandi. Ađstandendur Ungu vígstöđvanna hafa til dćmis reynt í um áratug ađ fá samtök sín skrásett, en án árangurs. Innanríkisráđuneytiđ hefur hafnađ sérhverri skráningarbeiđni.

Viđ slíkar ađstćđur neyđast frjáls félagasamtök til ađ vinna viđ erfiđar ađstćđur og eiga stöđugt á hćttu ađ verđa fyrir ađkasti stjórnvalda. Grein 193-1 hefur auđveldađ stjórnvöldum ađ áreita, hindra og ógna ţeim er vinna á vettvangi frjálsra félagasamtaka ađ ţví ađ nýta sér mannréttindi sín á friđsamlegan hátt.

Góđu fréttirnar eru ađ síđan Amnesty International hóf ađ berjast gegn grein 193-1 hafa hvítrússnesk stjórnvöld hćtt ađ dćma fólk í fangelsi á grundvelli ţeirrar lagagreinar.

Međan samtökin hafa barist fyrir Zmitser Dashkevich hafa ţau tekiđ eftir ađ ţó ađ stjórnvöld handtaki og ákćri fólk enn á grundvelli greinar 193-1 hafa dómstólar ađ undanförnu einungis dćmt fólk í sektir eđa gefiđ ţví viđvörun, en ekki í fangelsi.

Ţađ bendir til stefnubreytingar hvítrússneskra stjórnvalda, ef til vill vegna alţjóđlegs ţrýstings. Til ađ viđhalda ţeim ţrýstingi hvetur Amnesty International hvítrússnesk stjórnvöld nú til ađ ganga skrefinu lengra og fella lagagrein 193-1 úr gildi nú ţegar.

Samtökin fara einnig fram á ţađ viđ hvítrússnesk stjórnvöld ađ ţau endurskođi önnur lög, reglugerđir og starfsađferđir er tengjast skrásetningu frjálsra félagasamtaka, hćtti ađ hindra, áreita og ógna baráttufólki fyrir mannréttindum sem nýta sér grundvallarmannréttindi sín á friđsamlegan hátt í Hvíta-Rússlandi og hćtti jafnframt ađ reka nemendur úr skólum fyrir ţađ eitt ađ nýta sér mannréttindi sín á friđsamlegan hátt.

 

Hér ađ neđan er bréf sem ţú getur prentađ og sent til stjórnvalda:

 

Bréf til hvít-rússneskra stjórnvalda


Ítölsk yfirvöld verđa ađ hćtta ađ mismuna Roma-fólki

 

Ur rustum Roma byggdarinnar i Ponticelli a Italiu 

Úr rústum Roma byggđarinnar í Ponticelli

 

Ítölsk yfirvöld hafa nýlega gripiđ til ýmissa „öryggis“ráđstafana sem í raun beinast ađ og mismuna Roma-samfélaginu í landinu. Undanfariđ réđust stjórnvöld í ađ safna fingraförum allra íbúa Roma-samfélagsins, bćđi barna og fullorđinna.

Samfara ţessum ađgerđum hafa stjórnmálamenn vítt og breitt um samfélagiđ talađ illa til Roma-samfélagsins og ýmsir fjölmiđlar ófrćgt ţađ. Aliđ er á ótta og útskúfun sem skapar andrúmsloft er ýtir undir árásir á einstaklinga. Múgur hefur nokkrum sinnum ráđist á Roma-einstaklinga, bćđi međ barsmíđum og munnsöfnuđi og kveikt í byggđum ţeirra.

Ţann 11. maí 2008 var Molotov-kokkteilum kastađ inn í Roma-byggđ í Novara, nćrri Mílanó.

Ţann 13. maí 2008 var Roma-stúlka á táningsaldri handtekin fyrir ađ brjótast inn í íbúđ, ađ ţví fullyrt er til ađ rćna 6 mánađa gömlu barni. Í kjölfar ţess réđist múgur í úthverfum Ponticelli í Napólí á ţrjár byggđir Roma-fólks. Molotov-kokkteilum var hent inn í byggđirnar ţannig ađ ţćr brunnu ađ mestu og yfir 500 manns, helmingur ţeirra börn, ţurftu ađ flýja byggđirnar. Myndin ađ ofan er af rústum Roma-byggđarinnar í Ponticelli.

Sambćrilegar árásir voru gerđar í júní og júlí 2006.

Í ljósi ţessara atburđa hvetur Amnesty International ítölsk stjórnvöld til ađ forđast ađ tala gegn Roma-fólki og gera nauđsynlegar ráđstafanir til ađ veita Roma-samfélaginu vernd og tryggja sem best fullan ađgang ţess ađ ítölsku samfélagi.

Amnesty International hvetur stjórnvöld til ađ koma í veg fyrir árásir á Roma-fólk og sjá til ţess ađ allar árásir á byggđir ţess séu rannsakađar ítarlega og hinir ábyrgu dregnir til saka.

Yfirvöld ćttu einnig ađ fá stjórnmálamenn til ađ umbera ekki árásir á byggđir Roma-fólks, hvort sem um er ađ rćđa stjórnmálamenn í héruđum eđa á vettvangi landsmála.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.