Ítölsk yfirvöld verða að hætta að mismuna Roma-fólki

 

Ur rustum Roma byggdarinnar i Ponticelli a Italiu 

Úr rústum Roma byggðarinnar í Ponticelli

 

Ítölsk yfirvöld hafa nýlega gripið til ýmissa „öryggis“ráðstafana sem í raun beinast að og mismuna Roma-samfélaginu í landinu. Undanfarið réðust stjórnvöld í að safna fingraförum allra íbúa Roma-samfélagsins, bæði barna og fullorðinna.

Samfara þessum aðgerðum hafa stjórnmálamenn vítt og breitt um samfélagið talað illa til Roma-samfélagsins og ýmsir fjölmiðlar ófrægt það. Alið er á ótta og útskúfun sem skapar andrúmsloft er ýtir undir árásir á einstaklinga. Múgur hefur nokkrum sinnum ráðist á Roma-einstaklinga, bæði með barsmíðum og munnsöfnuði og kveikt í byggðum þeirra.

Þann 11. maí 2008 var Molotov-kokkteilum kastað inn í Roma-byggð í Novara, nærri Mílanó.

Þann 13. maí 2008 var Roma-stúlka á táningsaldri handtekin fyrir að brjótast inn í íbúð, að því fullyrt er til að ræna 6 mánaða gömlu barni. Í kjölfar þess réðist múgur í úthverfum Ponticelli í Napólí á þrjár byggðir Roma-fólks. Molotov-kokkteilum var hent inn í byggðirnar þannig að þær brunnu að mestu og yfir 500 manns, helmingur þeirra börn, þurftu að flýja byggðirnar. Myndin að ofan er af rústum Roma-byggðarinnar í Ponticelli.

Sambærilegar árásir voru gerðar í júní og júlí 2006.

Í ljósi þessara atburða hvetur Amnesty International ítölsk stjórnvöld til að forðast að tala gegn Roma-fólki og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að veita Roma-samfélaginu vernd og tryggja sem best fullan aðgang þess að ítölsku samfélagi.

Amnesty International hvetur stjórnvöld til að koma í veg fyrir árásir á Roma-fólk og sjá til þess að allar árásir á byggðir þess séu rannsakaðar ítarlega og hinir ábyrgu dregnir til saka.

Yfirvöld ættu einnig að fá stjórnmálamenn til að umbera ekki árásir á byggðir Roma-fólks, hvort sem um er að ræða stjórnmálamenn í héruðum eða á vettvangi landsmála.


Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband