Páfi og mannréttindi homma og lesbía

 

 

 Frá heimsókn páfa til Kamerún

Benedikt XVI er nú staddur í Afríku í sinni fyrstu heimsókn þangað. Meðal annars heimsækir hann Kamerún, þar sem kynlíf samkynhneigðra er refsivert athæfi.

Amnesty International hefur beðið Benedikt páfa að hvetja stjórnvöld í Kamerún til að binda enda á mismunun í landinu á grundvelli kynhneigðar.

Háttsettur leiðtogi rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Kamerún fordæmdi samkynhneigð í desember 2005, að því er fjölmiðlar í landinu greindu frá á þeim tíma. Margt samkynhneigt fólk hefur sætt ofsóknum í landinu.

Fulltrúar Páfagarðs sögðu á fundi á allsherjarþingi SÞ í desember 2008 að þeir styddu að „forðast ætti allt sem bæri vott um óréttláta mismunun gagnvart samkynhneigðu fólki“ og hvöttu ríki til að hætta að refsa samkynhneigðum fyrir kynhneigð sína.

Sjá nánar


mbl.is Páfi talaði gegn spillingu og fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband